Framleiðandi Fireball hefur ákveðið að búa til skemmtilegustu gjöfina fyrir kylfingana sem enginn bað um. Fireball Fire Iron-golfkylfa með fimm 50 ml Fireball-flöskum bundnum við hana.

Kylfan var framleidd í tilefni af Fathers Day sem verður 16. júní nk. í Bandaríkjunum. Fireball mælir hins vegar ekki með að nota hana þegar kemur að því að sveifla. Kylfan er aðeins hugsuð til að fela smá hressingu í töskunni þegar komið er á níundu holu.

Framleiðandi Fireball hefur ákveðið að búa til skemmtilegustu gjöfina fyrir kylfingana sem enginn bað um. Fireball Fire Iron-golfkylfa með fimm 50 ml Fireball-flöskum bundnum við hana.

Kylfan var framleidd í tilefni af Fathers Day sem verður 16. júní nk. í Bandaríkjunum. Fireball mælir hins vegar ekki með að nota hana þegar kemur að því að sveifla. Kylfan er aðeins hugsuð til að fela smá hressingu í töskunni þegar komið er á níundu holu.

Flöskurnar eru bundnar við hlið kylfunnar en þegar þær klárast er auðveldlega hægt að skipta um og setja nýjar flöskur þegar næsti leikur á sér stað.

„Við vitum að aðdáendur okkar hafa nú þegar gaman af því að fagna, eða syrgja, frammistöðu sinni á vellinum. Það getur hins vegar verið erfitt að fá ljúfa kanilgleðina okkar inn á völlinn. Með Fire Iron geta kylfingar alls staðar leikið sér með eldinn og komist á toppinn, sama hvað þú ert með í forgjöf,“ segir Danny Suich, alþjóðlegur vörumerkjastjóri Fireball.