Hringferð SFS lauk með pompi og prakt með vel sóttum fundi í Hörpu fyrir helgi.
Farið var yfir helstu tölur, stöðu sjávarútvegs í samanburði við aðrar þjóðir, skattspor greinarinnar og ýmislegt fleira.
Ljósmynd: Anton Brink
Deila
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi stóðu fyrir fundi í Silfurbergi í Hörpu síðastliðinn föstudag þar sem yfirskriftin var "Hvað hefur sjávarútvegur gert fyrir þig".
Lauk þar með hringferð samtakanna sem hófst um miðan október þar sem rödd íbúa á Ísafirði, Ólafsvík, Egilsstöðum, Akureyri, í Vestmannaeyjum og Grindavík fékk að heyrast.
Farið var yfir helstu tölur, stöðu sjávarútvegs í samanburði við aðrar þjóðir, skattspor greinarinnar og ýmislegt fleira. Fjölmargir mættu og sköpuðust fjörugar umræður.