Kokteillinn Moscow Mule er án efa einn af frægustu drykkjum í heimi en það er koparglasið, frekar en innihaldið, sem gerir drykkinn sérstakan. Moscow Mule samanstendur af vodka, engiferbjór og lime og fór að ryðja sér til rúms þegar vodkadrykkja jókst í Bandaríkjunum.

Uppruni drykkjarins er hins vegar óljós og hafa margir deilt um fæðingarstað Moscow Mule. Sumir segja að hann eigi uppruna til Los Angeles á tímum áfengisbannsins á meðan aðrir segja að hann hafi verið fundinn upp í New York.

Kokteillinn Moscow Mule er án efa einn af frægustu drykkjum í heimi en það er koparglasið, frekar en innihaldið, sem gerir drykkinn sérstakan. Moscow Mule samanstendur af vodka, engiferbjór og lime og fór að ryðja sér til rúms þegar vodkadrykkja jókst í Bandaríkjunum.

Uppruni drykkjarins er hins vegar óljós og hafa margir deilt um fæðingarstað Moscow Mule. Sumir segja að hann eigi uppruna til Los Angeles á tímum áfengisbannsins á meðan aðrir segja að hann hafi verið fundinn upp í New York.

„Þetta er svolítið eins og Biggie og Tupac, austurströndin á móti vesturströndinni. Ég er alls ekki hissa á rígnum. Ef þú biður Bandaríkjamenn um að nefna fimm drykki þá eru 90% líkur á því að Moscow Mule verði einn af þeim fimm drykkjum,“ segir Gina Hoover, barþjónn og ráðgjafi CURE í New Orleans.

Samkvæmt New York-kenningunni átti drykkurinn að hafa fæðst á Chatham-hótelinu í Manhattan þegar forstjóri G.F. Heublein & Brothers, John Martin, og forstjóri vodkadeildar Hublein, Rudolph Kunett, veltu því fyrir sér hvað myndi gerast ef þeir myndu blanda vodka í engiferbjór.

Los Angeles-kenningin segir hins vegar að fundur hafi átt sér stað á milli John Martin og rússneskrar konu að nafni Sophie Berezinski sem var að reyna að finna einhvern til að kaupa tvö þúsund koparmál. Þau munu hafa hist á barnum Cock‘ n Bull þar sem drykkurinn varð til eftir nokkrar tilraunir.

Deilan heldur áfram enn þann dag í dag en líklegra er að Los Angeles hafi verið raunverulegur fæðingarstaður drykkjarins. Ástæðan er sú að drykkurinn samræmist þeim hressandi drykkjum sem voru vinsælir á tiki-barsenunni í Los Angeles á þeim tíma.