The Wall Street Journal hefur tekið saman hverjir eru skráðir eig­endur að dýrustu fast­eignunum í grennd við höfuð­borg Bandaríkjanna, Was­hington, D.C.

Stærstu fast­eigna­kaupin á svæðinu áttu sér stað árið 2021 er Dan Snyder, eig­andi NFL-liðsins Was­hington Commanders, keypti 48 milljóna dala fast­eign í Alexandria-hverfinu í Virginíu.

Sam­kvæmt WSJ telst það fremur lítið í saman­burði við aðrar höfuð­borgir en árið 2020 seldist dýrasta fast­eign Lundúna á 272 milljónir dala.

Jon­a­t­han Taylor hjá TTR Sot­heby’s International Realty, segir í sam­tali við WSJ að ástæðan fyrir þessu sé að í D.C. séu einungis ríkis­stofnanir á meðan aðrar höfuð­borgir, eins og Lundúnir, séu einnig miðstöð fjár­mála- og við­skipta.

Fast­eignir í New York, Cali­forniu, Col­or­ado og Suður-Flórída eru mun dýrari. Til að mynda keypti milljarðamæringurinn Ken Grif­fin 240 milljóna dala þakíbúð í New York árið 2019.

Fast­eign Snyder liggur alveg við Po­tomac-ánna og er um 1.500 fer­metrar. Snyder setti húsið á sölu í júní fyrir 60 milljónir Bandaríkja­dala en eignin er enn óseld.

Fasteign Dan Snyder var sett á sölu í sumar.
Fasteignasali Dan Snyder segir að hann hafi ekki búið í húsinu í langan tíma.

Næst dýrasta fast­eignin er í Mc­Lean-hverfinu í Virginíu en árið 2018 keypti konungs­ríkið Sádi Arabía 2.140 fer­metra fast­eign af stofnanda AOL, Ste­ve Case.

Kaup­verðið var 43 milljónir Bandaríkja­dala en eignin er hvað þekktust fyrir að vera æsku­heimili Jacqueline Kenne­dy Onassis.

Í fast­eigninni eru níu svefn­her­bergi, líkams­rækt, sund­laug og tennis­völlur.

Merrywood - æskuheimili Jacqueline Kenne­dy Onassis.

Þriðju stærstu fast­eigna­við­skiptin á svæðinu áttu sér stað þegar James V. Kims­ey, með­stofnandi AOL, seldi fast­eign sína í Mc­Lean Virginíu til eignar­halds­félagsins 600 CBR LLC árið 2020.

The Wall Street Journal gat ekki sagt til um endan­legan eig­anda félagsins en um er að ræða sex svefn­her­bergja 2.276 fer­metra eign sem var hönnuð af Frank Lloyd Wrig­ht.

Kaup­verðið var 42,7 milljónir dala en eignar­halds­félagið hefur verið að fjár­festa í nær­liggjandi jörðum og á félagið nú um fjóra hektara af landi í kringum fast­eignina. WSJ verð­metur landið og eignina á 94 milljónir dala í dag.

Hægt er að lesa meira um dýrustu eignirnar í grennd við D.C. hér en þar að finna meðal annars heimili Jeff Bezos stofnanda Amazon.

Líkt og Við­skipta­blaðið fjallaði um á dögunum áttu fimmtu stærstu fast­eigna­við­skiptin á svæðinu sér stað á dögunum.