Nýjar útgjaldareglur Alþjóðaaksturssambandsins, FIA valda því að Mercedes íhugar að hætta sölu á vélum til keppinauta. Með reglunum er sett hámark á hve mikið framleiðandi má rukka viðskiptavini sína, með það að markmiði minnka fjárhagsbilið á milli liða og þannig styrkja smærri keppendur.
Mercedes sér liðunum McLaren, Aston Martin og Williams fyrir vélum í kappakstursbílana og hafa öll lið þurft að sæta útgjaldatakmörkunum vegna hinna nýju reglna. Toto Wolf liðsstjóri Mercedes segir að framleiðandinn íhugi nú að hætta sölu til eins liðsins, enda sé sala til keppinauta er ekki eins spennandi meðan framlegð fer dvínandi í ljósi hinna nýju reglna.
Mercedes hefur undanfarin átta tímabil farið með sigur af hólmi í Formúlu 1 kappakstrinum og hefur átt á brattann að sækja á núverandi tímabili. Ekki hefur verið gefið upp hvert þeirra liða sem þeirra vinna með í dag fer undir niðurskurðarhnífinn en viðskiptasamband Mercedes og McLaren er elst þessara þriggja.