Milljarðamæringurinn Jeff Skoles hefur ákveðið að kaupa lúxushús skammt frá Washington D.C. til að vera nær íshokkíliðinu sem hann á hluta í, Washington Capitals.
Samkvæmt WSJ er húsið um 520 fermetrar að stærð og greiddi Skoles 17 milljónir dala fyrir eignina.
Jeff Skoles starfaði sem fyrsti forstjóri eBay á árunum 1996 til 1998 en hann ólst upp í Kanada og spilaði íshokkí þar til hann var 13 ára gamall. Þá mælti þjálfari hans með að hann myndi hætta að spila og var Skoll sammála þeirri ákvörðun.
Engu að síður fékk hann aftur áhuga á íshokkí og gerðist meðeigandi fyrirtækisins sem á NHL-liðið Washington Capitals. „Ég hugsaði að það væri frábært að eiga heimili á svæðinu svo ég gæti verið þar oftar,“ segir Skoll sem býr núna í Flórída.
Svæðið sem húsið situr á var notað undir sjúkrahús á tímum þrælastríðsins. Húsið sjálft er um 520 fermetrar að stærð og inniheldur sjö svefnherbergi. Það var upphaflega byggt árið 1900 og sameinaðist gistiheimili árið 1970. Eignin inniheldur einnig fjögurra herbergja bjálkakofa og hesthús.