„Ég er svo heppin að vera í jólafríi í ár, þannig að jólamaturinn mun líklegast renna ljúft niður, sem er ekki alltaf málið þegar maður er í frumsýningarstressi,“ segir Ebba með létti. Hún og maki hennar, Oddur, eru að flytja í nóvember og íhuga nú að fá sér sitt fyrsta jólatré. „Hingað til höfum við bara skreytt einhverja plöntu,“ segir hún hlæjandi. „Þetta er tíminn til að búa til okkar eigin jólahefðir, sérstaklega þar sem þetta er í fyrsta skipti sem við erum hvorugt í jólasýningunni.“

Ebba segir að það sé sérstök gæfa að eiga maka sem er einnig leikari. „Ég sé bara kosti við það. Það er alltaf fullur skilningur og ótrúlega gaman að vera með einhvern til að deila hugmyndum með og grípa sig. Við hvetjum hvort annað í öllu,“ segir hún og brosir. „Svo er hann bara svo ljúfur og yndislegur.“ Í ár leika þau saman í „Frost“ og „Jólaboðinu“ og segir Ebba að það sé frábært að fá að eyða þessum tíma saman. „Jólaboðið er mjög fyndin sýning, og ég kvíði svolítið fyrir því af því að mér finnst hann svo fyndinn. Hann er strax farinn að kynda undir mér, þannig að þetta gæti orðið áskorun!“

Viðtalið við Ebbu Katrínu má finna í Jólagjafahandbók Eftir vinnu. Áskrifendur Viðskiptablaðsins geta lesið viðtalið í heild hér.