Samkvæmt bandarísku kaffisamtökunum (e. National Coffee Association) hefur dagleg kaffidrykkja þar í landi ekki verið meiri í 20 ár. Samtökin segja að kaffidrykkja hafi aukist um 40% frá 2004 og er aukningin leidd af þeim sem eru 25 ára og eldri.

Margir Bandaríkjamenn hafa verið að endurhugsa kaupvenjur sínar í ljósi verðbólgu en kaffi virðist enn vera ein af þeim daglegu ánægjum sem íbúar þar í landi leyfa sér.

Samkvæmt bandarísku kaffisamtökunum (e. National Coffee Association) hefur dagleg kaffidrykkja þar í landi ekki verið meiri í 20 ár. Samtökin segja að kaffidrykkja hafi aukist um 40% frá 2004 og er aukningin leidd af þeim sem eru 25 ára og eldri.

Margir Bandaríkjamenn hafa verið að endurhugsa kaupvenjur sínar í ljósi verðbólgu en kaffi virðist enn vera ein af þeim daglegu ánægjum sem íbúar þar í landi leyfa sér.

Samkvæmt skýrslu, sem var jafnframt byggð á nýlegri könnun, frá Placer.ai sögðust 57% Bandaríkjamanna hafa fengið sér kaffidrykk einu sinni í viku en sú tala hefur aukist um 7,5% milli ára. Kaffihús og veitingastaðir hafa einnig séð svipaða aukningu en heimsóknir á staði eins og Dunkin‘ og Biggby Coffee jukust um 5,1% á fyrstu fimm mánuðum ársins.

Söluaukningin hefur verið mest í fámennari ríkjum Bandaríkjanna eins og Oklahoma, Wyoming og Arkansas en þar hefur aukningin verið rúmlega 16-19%. Það sem þykir merkilegt er að söluaukning hefur einnig átt sér stað í Kaliforníu þar sem margir skyndibitastaðir hafa orðið fyrir barðinu á verðhækkunum.