KB banki hefur valið SAP bankalausn fyrir inn- og útlána starfssemi bankans. Markmið bankans með kaupunum er að samþætta starfsemi sína á Norðurlöndunum, staðla ferla og draga úr fjölda sértækra kerfa sem eru nú í notkun innan bankans. Nýherji mun annast innleiðingu bankalausnanna í nánu samstarfi við starfsfólk bankans og SAP.

KB banki er með starfssemi í tíu löndum og er áttundi stærsti bankinn á Norðurlöndum. Val KB banka á SAP hugbúnaðnum er stefnumótandi ákvörðun fyrir bankann, en áformað er að SAP muni gegna mikilvægu hlutverki í að samræma upplýsingatæknilausnir innan bankans.

?Við völdum SAP vegna þess að við vildum traustan birgja og lausn sem hefði þegar sannað sig. Bankinn er með metnaðarfullar áætlanir um að samþætta starfsemina, staðla ferla og að draga úr notkun sértækra kerfa. Við gerum ráð fyrir að SAP lausnin verði mikilvægur þáttur í þessari áætlun. Lausnin verður innleidd í nokkrum áföngum, til að byrja með í Finnlandi og svo í Svíþjóð", segir Ásgrímur Skarphéðinsson, yfirverkefnisstjóri hjá KB banka í tilkynningu sem send var út af þessu tilefni.

?Samningurinn við KB banka mun marka tímamót fyrir SAP á Norðurlöndunum. Grunn bankalausnin okkar, SAP® for Banking, hefur verið seld og innleidd með miklum ágætum hjá fjölda evrópskra banka, en þetta er í fyrsta skipti sem norrænn banki velur að staðla kjarnastarfssemi sína með SAP.", segir Thomas Balgheim framkvæmdastjóri Financial Services hjá SAP AG í sömu tilkynningu.

Nýherji, sem er samstarfsaðili SAP og KB banka á Norðurlöndunum, mun annast innleiðingu SAP lausnarinnar hjá KB banka og aðlögun að sértækum norrænum kröfum.

?Við trúum því að KB banki muni verða í fararbroddi breytinga á norrænum bankamarkaði, þar sem vaxandi þörf er á stöðluðum og sveigjanlegum hugbúnaðarlausnum sem leysa alla meginferla fjármálastofnanna með lægri tilkostnaði en áður hefur þekkst. SAP hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á að mæta þessum kröfum fjámálastofnana.", segir Kristján Jóhannsson, framkvæmdarstjóri hugbúnaðarsviðs Nýherja.