Noguchi Coffee table

Noguchi kaffiborðið er eitt þekktasta kaffiborð í heimi. Borðið er framleitt undir nafni húsgagnaframleiðandans Herman Miller
sem stofnað var í Bandaríkjunum árið 1923. Fyrirtækið réð til sín
ýmsa hönnunarstjóra sem hófu að hanna og framleiða húsgögn í módernískum anda. Fyrirtækið fékk til sig snjalla hönnuði eins og japanska hönnuðinn Isamu Noguchi. Noguchi fæddist í Kaliforníu, lærði húsgagnasmíði í japan en fluttist að nýju til Bandaríkjanna. Hann var sannur listamaður og hönnuður og eftir hann liggja fjöldi verka en hann er hvað þekktastur fyrir vöruhönnun.

Coffee table frá árinu 1939 er ein frægasta og mest selda hönnun Noguchi. Borðið er í senn fallegt og látlaust og þykir mikil stofuprýði.

Fæst í Pennanum húsgögn.

Noguchi Coffee table
Panton stóllinn

Panton stóllinn frá Vitra

Plast varð vinsælt efni í hönnun á seinni hluta 19. aldar þegar efnið parkesín var uppgötvað. Plastið veitti hönnuðum frelsi til sköpunar og gerði þeim mögulegt að fjöldaframleiða nánast hvaða formi og lit sem var, bæði hratt og ódýrt.

Hönnunarfyrirtækið Vitra var stofnað af hjónunum Will og Eriku Fehlbaum í Sviss árið 1950. Hjónin hófu samstarf við fjölda hönnuða eins og Verner Panton og Isamu Noguchi. Panton stóllinn úr smiðju Vitra leit dagsins ljós árið 1959. Einstæð hönnun hans og litagleði hafa gert Panton stólinn að klassísku hönnunartákni. Fæst í Pennanum húsgögn

Cobra vegglampinn

Cobra vegglampinn

Greta Magnusson-Grossmann (1906-1999) var sænskur húsgagnahönnuður. Hún lærði bæði húsgagnahönnun og arkitektúr í Stokkhólmi. Grossmann var sannur frumkvöðull í karlkyns heimi innanhússhönnunar og hlaut fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir verk sín. Árið 1940 í miðri heimsstyrjöldinni síðari, fluttist hún búferlum til Suður-Kaliforníu þar sem hún starfaði aðallega sem arkitekt.

Greta M. Grossmann var fyrsta konan til að koma með skandinavíska fagurfræði til Kaliforníu. Hún stofnaði hönnunarstúdíó sem fókusaði á húsgagna- og ljósahönnun. Cobra vegglampinn er hannaður árið 1950. Vegglampinn er einstaklega stílhrein og tímalaus hönnun sem býr til notalega stemningu í hvaða rými sem er. Með módernískri hönnun sinni laðaði Grossmann að sér stjörnur úr Hollywood eins og Greta Garbo og Ingrid Bergman.

Fæst í Epal.

Toby Wing sófinn

Ítalska hönnunarmerkið Calia Italia er gamalgróið fyrirtæki sem hannar vönduð og falleg húsgögn. Handverksmaðurinn Liborio Vincenzo Calia stofnaði fyrirtækið árið 1965. Fyrirtækið sérhæfir sig í vönduðum bólstruðum húsgögnum eins og sófum og hægindastólum.

Toby Wing sófinn er afar glæsilegur og býr yfir stórskemmtilegum eiginleikum. Hann er með hreyfanlegu baki og örmum þannig að hægt er að breyta eiginleikum hans á einfaldan máta. Sófann er hægt að sérpanta og velja um mismunandi áklæði, bæði tau og leður. Auk þess fæst hann í ýmsum litum.

Fæst í Bústoð.

Skovby borðstofuborð #33

Skovby er danskt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1933 af húsgagnasmiðnum Thorvald Rasmussen. Fyrirtækið sérhæfir sig í smíði á vönduðum borðstofuhús- gögnum. Borðstofuborð #33 er hringlaga og kemur frá húsgagnamerkinu Skovby.

Borðið er glæsilegt í alla staði og með einstaka stækkunar- möguleika. Undir borðplötunni er nett sveif, þegar henni er snúið, þá opnast borðið. Upp úr miðju borðsins kemur stækkunin sem líkist einna helst blómi sem opnar sig á vorin. Borðið er fáanlegt í fjölmörgum viðartegundum.

Fæst í Bústoð.

Montana hillukerfið

Danir eru þekktir fyrir tímalausa hönnun sína, skandinavískan einfaldleika og fagurfræði. Montana var stofnað árið 1982
af hönnuðinum Peter J. Lassen og er eitt stærsta og þekktasta hönnunarmerki Dana. Montana hillukerfið samanstendur af kassa- laga einingum sem raða má á fjölbreyttan máta. Montana býður þannig upp á endalausa möguleika á uppsetningum og er fáan- legt í fjölmörgum útgáfum og litum. Því er hægt að fá hillurnar sér- sniðnar að þörfum hvers og eins til að gera rýmið persónulegra. Fæst í Epal.