Hekla kynnti um síðustu helgi nýjan Volkswagen Touareg sem er kraftmesti Plug-in Volkswagen bíllinn frá upphafi. Þá var ID.7 frumsýndur á sama tíma sem valinn var bíll ársins í Þýskalandi í flokki Premium bíla (GCOTY).

ID.7 er nýjasta viðbót við ID-fjölskyldu þýska bílaframleiðandans sem verið hefur vinsæl. ID.4 var til að mynda sjöundi mest seldi bíll ársins 2023 á eftir Toyota Yaris en samtals voru 328 Volkswagen ID.4 nýskráðir árið 2023.

Hekla kynnti um síðustu helgi nýjan Volkswagen Touareg sem er kraftmesti Plug-in Volkswagen bíllinn frá upphafi. Þá var ID.7 frumsýndur á sama tíma sem valinn var bíll ársins í Þýskalandi í flokki Premium bíla (GCOTY).

ID.7 er nýjasta viðbót við ID-fjölskyldu þýska bílaframleiðandans sem verið hefur vinsæl. ID.4 var til að mynda sjöundi mest seldi bíll ársins 2023 á eftir Toyota Yaris en samtals voru 328 Volkswagen ID.4 nýskráðir árið 2023.

Á sýningunni í Heklu var lögð áhersla á rafbíla og starfsfólk Heklu kynnti og veitti ráðgjöf um allt það nýjasta í hleðslustöðvum en að auki var fulltrúi frá ON á staðnum. Hekla kynnti ný og betri verð á Skoda Enyaq og Volkswagen ID.4 og ID.5. Allt eru þetta rafbílar sem fengið hafa góðar viðtökur hér á landi.

Þá var GWM ORA einnig sýndur í Heklu en um er að ræða nýtt merki sem Hekla hefur fengið umboð fyrir. Hinn glæsilegi Audi Q8 e-tron var einnig á sýningunni auk flaggskipsins e-tron GT.