Golfdellan tekur á sig ýmsar myndir. Þegar Guðmundur Jónasson lenti í tímabundnum meiðslum sem héldu honum frá golfiðkun í nokkurn tíma ákvað hann að láta slag standa og skellti sér í nám í kylfusmíði.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir tækninni í golfinu og hef haft gaman af að prófa alls konar og fikta mig áfram.“ Á Golfverkstæði Gumma, sem hann rekur í bílskúrnum heima hjá sér, er að finna glæsilegt pútterasafn. „Ég hef engan áhuga á listaverkum, svo að ég safna pútterum.“
Safnið er sannarlega glæsilegt, en þar er að finna púttera sem hafa verið í eigu frægra atvinnumanna og púttera sem notaðir hafa verið í sigrum á stórmótum.
„Ég komst að því þegar ég fór að fá kylfinga í heimsókn til mín að mjög fáir eru að sinna púttunum, svo að ég hef sérhæft mig svolítið í því. Það er svo mikil fjölbreytni í pútteragerðum og ég hef verið að sérsmíða púttera. Svona „Made by Gummi“. Einnig tek ég settin hjá kylfingum og fer yfir þau. Gef þeim svona „heilbrigðisvottorð“.
Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu EV Golf, sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.