Það er fátt jafn hressandi í góðu veðri en að skella sér í fjallgöngu í góðum félagsskap, hvort sem það er með fjölskyldunni eða vinahópnum. Fjöllin og gönguleiðirnar geta verið mislangar og krefjandi svo það ættu allir að geta fundið sér gönguleið við sitt hæfi.
Hér að neðan eru listuð upp fjögur fjöll, tvö innanbæjar og tvö utanbæjar sem við hvetjum lesendur til að fara í sumar.
Innanbæjar:
- Móskarðshnjúkar: Austan við Esjuna liggja tveir tindar sem nefnast Móskarðshnjúkar. Þá er hægt að ganga en leiðin upp á topp er um sjö kílómetrar með 660 metra hækkun. Gangan hefst við bílastæðið í enda Hrafnhóla í Mosfellsdal og tekur um 3,5 klukkustundir. Stígurinn upp fjallið er vel stikaður.
- Helgafell í Hafnarfirði: Helgafell í Hafnarfirði er þægileg og stutt fjallganga sem er tilvalin fyrir fjölskylduna. Frá bílastæðinu er um 2,8 kílómetra ganga á sléttu áður en komið er að fellinu. Á toppi fellsins er maður kominn í 340 metra hæð með gott útsýni í allar áttir.
Utanbæjar:
- Fimmvörðuhálsinn: Fimmvörðuhálsinn er ein vinsælasta gönguleið landsins. Hún er 24 kílómetrar að lengd og með 1000 metra hækkun. Það tekur um níu klukkutíma að ganga hana en margir gerast svo djarfir að hlaupa leiðina. Leiðin liggur milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls en hún hefst á Skógum og endar í Þórsmörk.
- Laugarvegurinn: Laugarvegurinn er 54 kílómetra krefjandi gönguleið sem liggur milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Hækkunin er 500 metrar og áætlaður göngutími um fjórir til fimm dagar. Líkt og með Fimmvörðuhálsinn þá leggja þeir allra hörðustu í að hlaupa leiðina en hröuðustu hlaupararnir eru að klára þetta á fjórum til fimm klukkustundum.