Lada Niva Legend hefur borið mörg nöfn eftir að hún kom markað árið 1977. VAZ-2121 var frumheitið en Diva, Super, Suchman, Cossack, Turist, Fora Niva, Taiga, og svo mætti lengi telja, voru mismunandi heiti á bílum eftir mörkuðum.
Bíllinn var markaðssettur á Íslandi undir Sport, einu landa. Eftir að framleiðslu á upprunalega Land Rover Defender var hætt árið 2016 er Niva Legend sá jeppi sem lengst hefur verið framleiddur í upprunalegri mynd.
Tvær ólíkar gerðir undir sama nafni
Niva er boðinn í tveimur útgáfum, Legend – sem er mjög áþekkur upprunalega bílnum og er hér til umfjöllunar – og Lada Travel sem er allt annar bíll. Sá var framleiddur frá 2001 í samstarfsfyrirtæki AvtoVAZ og General Motors.
GM fór út úr félaginu árið 2019 og í kjölfarið rann það inn í AvtoVAZ.
Uppfærsla á næsta ári
AvtoVAZ kynnti í síðustu viku að Legend fengi uppfærslu á nýju ári. Hann verður loks boðinn aftur með ABS bremsukerfinu en það hefur ekki verið í boði síðan 2019.
Þar sem Rússar fá enga íhluti frá Evrópu eftir innrásina í Úkraínu þurfa þeir að framleiða þá sjálfir.
Pegasus verksmiðjan í Kostroma, sem er í vesturhluta Rússlands, sér AvtoVAZ fyrir kerfinu. Engir loftpúðar eru hins vegar í boði.
Nánar er fjallað um Lödu Niva, eða Sport, í Bílum, bílablaði Viðskiptablaðsins sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið blaðið hér.