Kylian Mbappe, leikmaður franska landsliðsins og Paris Saint-German, er launahæsti knattspyrnumaður í heimi samkvæmt viðskiptatímaritinu Forbes.
Forbes segir Mbappe fá um 128 milljónir Bandaríkjadala í laun fyrir þetta tímabil, um 18,4 milljarða íslenskra króna. Mbappe er aðeins 23 ára gamall.
Lionel Messi, sem er einnig leikmaður PSG, er næst launahæsti leikmaðurinn með 120 milljónir dala, um 17,3 milljarða króna.
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United er þriðji með 100 milljónir Bandaríkjadala, um 14,4 milljarða króna.