Sara Björk Gunnarsdóttir er launahæsta íslenska knattspyrnukonan. Hún var með um 32 milljónir í árslaun á síðasta ári en hún leikur nú með ítalska stórliðinu Juventus.

Sveindís Jane Jónsdóttir er í öðru sæti yfir launahæstu knattspyrnukonurnar. Hún er með um 24 milljónir í árslaun hjá þýska stórliðinu Wolfsburg.

Glódís Perla Viggósdóttir er í þriðja sætinu yfir þær hæst launuðustu en hún er með um 20 milljónir í árslaun hjá þýska stórliðinu Bayern Munich.

Launahæstu í knattspyrnukonurnar

  • Sara Björk Gunnarsdóttir - Juventus - 32 milljónir
  • Sveindís Jane - Wolfsburg - 24 milljónir
  • Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munchen - 20 milljónir

Jóhann Berg Guðmundsson er launahæsti íslenski knattspyrnumaðurinn. Hann var með um 500 milljónir króna í árslaun á síðasta ári hjá enska liðinu Burnley.

Aron Einar Gunnarsson er í öðru sæti á listanum yfir launahæstu íslensku knattspyrnumennina með um 350 milljónir á ári. Hann leikur með Al Arabi í Katar þar sem hann hefur verið samningsbundinn síðan árið 2019.

Rúnar Alex Rúnarsson er á þriðja sæti listans en hann fær um 280 milljónir í árslaun. Hann er samningsbundinn enska úrvalsdeilarliðinu Arsenal en lék á láni með Alanyaspor í Tyrklandi í vetur.

Launahæstu knattspyrnumennirnir

  • Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley – 500 milljónir
  • Aron Einar Gunnarsson – Al Arabi – 350 milljónir
  • Rúnar Alex Rúnarsson – Arsenal (Alanyaspor á láni) – 280 milljónir

Listann í heild sinni má finna í Eftir vinnu blaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta lesið greinina á vef blaðsins í hádeginu.