LeBron James, einn af helstu körfuboltaleikmönnum samtímans, hefur lengi verið þekktur fyrir sinn einstaka smekk á tísku og skartgripum. Þetta kom skýrt í ljós á hátíðinni sem haldin var í Fondation Louis Vuitton á fimmtudag, í tilefni af Ólympíuleikunum. Þar var hann með eitt eftirsóttasta úr í heimi, Cartier Crash.
Tímalaus tíska
Cartier Crash úrið er einstakt bæði hvað varðar hönnun og sögu. Hugmyndin að Cartier Crash kom fyrst upp í verslun Cartier á Bond Street, sem er enn í dag flaggskipsverslun þeirra í Bretlandi. Þrátt fyrir mikil líkindi við úrin í verki Salvador Dali, La persisténcia de la memoria, hefur hönnun Cartier Crash engin tengsl við súrrealíska verkið. Sagan segir að hugmyndin að Cartier Crash hafi kviknað þegar viðskiptavinur Cartier kom með beyglað Baignoire úr eftir bílslys, í verslunina í London árið 1967. Úrið hefur síðan þá orðið eitt af táknmyndum Cartier og eftirsótt af söfnurum um allan heim.