Seltirningurinn Emelía Óskarsdóttir er 17 ára knattspyrnukona sem er uppalin í Gróttu. Hún er samningsbundin Kristianstad í Svíþjóð út tímabilið 2024 en leikur nú á láni hjá Selfoss. Samhliða fótboltanum stundar Emelía fjarnám í Fjölbrautarskólanum við Ármúla.

Bróðir hennar er Orri Steinn Óskarsson sem leikur á láni með Sönderjysk í dönsku fyrstu deildinni en hann er samningsbundinn FC Copenhagen.

Emilía lék með undir 19 ára landsliðinu sem tryggði sér sæti á EM fyrr á þessu ári en mótið verður haldið í Belgíu í júlí.

Hver er fyrsta fótboltaminningin þín?

Norðurálsmótið 2012 þegar ég og vinur minn, Pétur Orri, vorum allt í einu kölluð upp til að spila með eldri strákum og ég fékk ælupest í bílnum á leiðinni heim á fyrsta deginum. Ég lét ekkert sjá mig aftur á því móti.

Grótta er uppeldisfélag Emelíu.
Grótta er uppeldisfélag Emelíu.

Ertu alin upp við mikinn fótbolta?

Rosalega. Orri Steinn bróðir minn spilar í Sönderjysk í dönsku fyrstu deildinni en hann er samningsbundinn FC Copenhagen, nýkrýndum meisturum dönsku úrvalsdeildarinnar.

Pabbi minn, Óskar Hrafn Þorvaldsson, spilaði með KR í meistaraflokki, 1991 - 1997 og tók svo eitt tímabil með Strømsgodset Toppfotball í Noregi árið 1998. Í dag er hann að þjálfa karlalið Breiðabliks í fótbolta.

Pabbi og Óskar hafa báðir spilað 33 landsleiki hvor, þar af hefur pabbi spilað þrjá A – landsleiki.

Hverjir eru styrkleikarnir þínir?

Áræðni og kraftur.

Í hverju langar þig að bæta þig sem leikmaður og/eða einstaklingur?

Vinstri fóturinn getur alltaf orðið betri.

Hvernig er rútínan þín á leikdegi?

Á heimaleikjardegi byrja ég daginn á hafragraut, horfi á góðan Grays Anatomy þátt, fæ mér hádegismat, chilla smá og legg svo af stað á Selfossinn góða.

Á leiðinni þangað syngjum ég og Sigga einhver frábær lög og komum okkur í gírinn. Svo endar dagurinn vonandi á góðum sigri.

Emelía Óskarsdóttir leikur nú á láni hjá Selfoss.
Emelía Óskarsdóttir leikur nú á láni hjá Selfoss.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Hver er erfiðasti andstæðingur sem þú hefur mætt?

Gabrielle Carle. Hún er 24 ára og leikmaður kanadíska landsliðsins sem ég spilaði með mér í Kristianstad tímabilið 2022.

Hver er sætasti sigurinn?

Þegar við unnum Svíþjóð í milliriðli í byrjun apríl og komumst á EM 2023!

Hver eru markmiðin þín?

Spila með Arsenal.

Hver er fyrirmyndin þín?

Orri Steinn, bróðir minn og Bukayo Saka, leikmaður Arsenal og enska landsliðsins.

Hvert er draumaliðið þitt?

Draumurinn er að spila með Arsenal.

Áttu skemmtilega sögu úr fótboltaferð?

Árið 2021 fór ég á Norðurlandamótið í Danmörku með landsliðinu en í þeirri ferð brutu tvær stelpur óvart eitt rúmið þegar þær hoppuðu í það úr koju. Við þurftum að skipta því út fyrir eitthvað rúm sem lá á ganginum.

Það veit ennþá enginn af þessu.

„Draumurinn er að spila með Arsenal.“
„Draumurinn er að spila með Arsenal.“

Hvað gerir þú á hvíldardegi?

Ég fer í sund.

Skemmtileg staðreynd um þig?

Get hreyft á mér eyrun.

Tölfræði

  • Fæðingarár: 2006
  • Félag: Kristianstad, er á láni í Selfoss
  • Staða: Framherji/Kantmaður
  • Fyrsti leikur í meistaraflokki: Grótta – Afturelding (spilaði með Gróttu), 2.júlí 2020 – 14 ára og 120 daga gömul.
  • Leikir í meistaraflokki: 20
  • Mörk í meistaraflokki: 3
  • Landsleikir: U-19 leikir: 8, U-17 leikir: 8, U-16 leikir: 8
  • Landsliðsmörk: U-19 mörk: 1, U-17 mörk: 4, U-16 mörk: 5

Tölfræði til og með 19. júní.

Viðtöl við alla knattspyrnuleikmennina má lesa í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út fyrir helgi.