Consell de Mallorca, svæðisstjórnin á eyjunni Mallorca, hefur ákveðið að takmarka umgengni ferðamanna á skaganum Formentor á norðurhluta eyjunnar.
Formentor-skaginn er á heimsminjaskrá UNESCO og samkvæmt tilkynningu hefur ákvörðunin verið tekin til að betrumbæta upplifun ferðamanna.
Til að vernda landslagið og umhverfið á svæðinu er aðeins hægt að heimsækja Formentor-skagann frá 1. júní til 30. september með almenningssamgöngum, gangandi eða á hjóli, frá klukkan 10:00 til 22:30.

Skaginn er talinn ákveðin menningargersemi á eyjunni en hann hýsir meðal annars hinn sögufræga vita sem vígður var árið 1863. Vitinn situr í 210 metra hæð við ystu kletta Formentor.
Miquel Costa i Llobera, frægasta ljóðskáld Mallorca, orti einnig frægt ljóð um skagann sem kallaðist „The Pine of Formentor“. Þegar hann dó var lóðinni hans á skaganum selt og árið 1928 byggði argentínski listunnandinn Aden Diehl að byggja hótel á svæðinu, Hotel Formentor.
Skaginn er einnig þekktur fyrir gullfallegar strendur, helli og grafhýsi frá tímum bronsaldarinnar.