Karin Kristjana Hindborg, förðunarfræðingur og eigandi snyrtivöruverslunarinnar Nola, segir margt spennandi fram undan í heimi förðunar og að litagleðin muni ryðja sér til rúms á árinu.
„Helstu tískubylgjurnar sem við sjáum núna eru einhvers konar framhald af kinnalit níunda áratugarins sem hefur verið allsráðandi síðasta árið. Mikill litur á kinnbeinin og jafnvel tengja hann við augnskuggann hjá gagnauga,“ segir Karin og bætir við að svokölluð „mobwife“ förðun sé einnig búin að vera vinsæl frá byrjun árs.
„Í þeim stíl er meira betra, mikil augnmálning ásamt áberandi varamálningu og þá eru að minnsta kosti þrjár mismunandi vörur notaðar, varablýantur, varalitur og gloss að lokum.“
Umfjöllunina í heild sinni er að finna í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út á miðvikudaginn. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.