Einbýlishús í Winnetka, skammt frá Chicago-borg í Illinois-ríki Bandaríkjanna, var sett á sölu á dögunum en húsið er sérstakt fyrir það leyti að það var heimili McCallister-fjölskyldunnar í kvikmyndinni Home Alone.

Einbýlishús í Winnetka, skammt frá Chicago-borg í Illinois-ríki Bandaríkjanna, var sett á sölu á dögunum en húsið er sérstakt fyrir það leyti að það var heimili McCallister-fjölskyldunnar í kvikmyndinni Home Alone.

Ásett verð er 5,25 milljónir dala, eða sem nemur 726 milljónum króna, en núverandi eigendur keyptu húsið á 1,59 milljónir dala árið 2012.

Samkvæmt frétt Washington Journal hafa talsverðar endurbætur verið gerðar á húsinu undanfarin ár, meðal annars hefur heimabíói og íþróttavelli verið komið fyrir innandyra, en þó haldið í ákveðna þætti sem voru einkennandi í kvikmyndinni, þar á meðal ytra byrði hússins.