Wilsgaard fæddist í New York árið 1930 en ólst upp í Noregi. Fjölskyldan flúði til Svíþjóðar í seinni heimsstyrjöldinni þegar nasistar hertóku Noreg.

Yfirhönnuður aðeins tvítugur

Wilsgaard lærði við Handverk- og listaskólann í Gautaborg, HDK, og hóf störf sem yfirhönnuður hjá Volvo í Torslanda, úthverfi Gautaborgar, árið 1950. Þá aðeins tvítugur að aldri.

Hann var þekktur fyrir að blanda saman einfaldleika, virkni og hreinum og beinum línum. Hann var hrifinn af „form follows function“ hugmyndinni, þar sem útlit bílsins ætti að endurspegla tilgang hans og virkni.

Öryggi og áreiðanleiki

Wilsgaard var einnig frum kvöðull í að sameina útlit bíls og öryggi farþega. Hann vildi hanna bíla sem væru ekki aðeins fagurfræðilega heillandi, heldur líka öflugir og stöðugir á veginum. Hann fékk því ráðið að Volvo lagði áherslu á áreiðanleika og öryggi, einkunnarorð sem fyrirtækið byggir enn á.

Wilsgaard lést árið 2016.

Hönnunarvinna Wilsgaards hjálpaði Volvo að öðlast alþjóðlega viðurkenningu, þá helst fyrir áreiðanleika og öryggi. Hann var þekktur fyrir að hugsa út fyrir rammann og var sá sem kom með nýjar hugmyndir og tillögur sem margir töldu óhugsandi í byrjun.

Jan Wilsgaard hætti störfum árið 1990 er Peter Horbury tók við. Wilsgaard lést árið 2016.

Fjallað var um málið í sérblaðinu Bílar, sem fylgdi Viðskiptablaðinu.