Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu pistla í Taktu nótu fyrir árið 2023. Hér eru fimm mest lesnu pistlar ársins:
1. Kastrup
Kastrup hefur skipað sér sess meðal vinsælustu veitingastaða landsins. Rauðsprettan er ljómandi góð og það sama má segja um rækju- og síldarréttina og nautarartarsins. Auk þess er hægt að fá þyngri rétti í hádeginu á borð steik og franskar, piparsteik og schnitzel auk léttara salats.
2. Pylsuvaginn
Við Pulsuvagninn hefur myndast miðstöð valds, matargerðar og undursamlegrar náttúrufegurðar án hliðstæðu. Frægasti réttur Pulsuvagnsins er Villa-borgarinn sem dregur nafn sitt af einum af eigendum staðarins.
3. Smoke Bros á Tene
Á ári hverju heimsækir fjöldi Íslendinga Tenerife en mikill fjöldi Íslendinga gengið skrefinu lengra og flutt búferlum þangað. Matseðillinn á Smoke Bros er fjölbreyttur en eins og nafn staðarins gefur til kynna er reykofninn í aðalhlutverki og hægt að panta ýmsa hægeldaða vöðva sem vandfundnir eru á öðrum veitingastöðum eyjunnar.
4. La Primavera
La Primavera er að öðrum ólöstuðum einn besti veitingastaður landsins. Þrátt fyrir gæðin er verðinu stillt í hóf sérstaklega þegar horft er til gæða hráefnisins.
5. Nebraska
Nebraska er kærkomin viðbót í veitingahúsaflóruna í Reykjavík. Matseðillinn er einfaldur og samanstendur að fáum en vel völdum kjöt-, sjávar- og grænmetisréttum. Flaggskipið á seðlinum er osso bucco með kartöflu-mús og rótargrænmeti.