Árið sem er að líða var viðburðaríkt, og Viðskiptablaðið fjallaði um fasteignaviðskipti út frá hinum ýmsu sjónarhornum á árinu. Hér er listi yfir þær fréttir sem prýða 6.-10. sætið yfir mest lesnu fasteignafréttir ársins.
6. Björk selur þakíbúð á 768 milljónir
Björk Guðmundsdóttir seldi 280 fermetra þakíbúð í Brooklyn hverfinu í New York á sex milljónir dala. Íbúðin var fyrst sett á sölu árið 2018 en þá var uppsett verð níu milljónir dala.
7. Simmi Vill setur 150 milljónir á húsið
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson setti húsið sitt að Kvíslartunga 60 í Mosfellsbæ á sölu. Ásett verð fyrir 240 fermetra húsið var 149,5 milljónir króna. Hann býr þó enn í húsinu þar sem hann endaði á að selja það til Ölmu leigufélags sem leigir honum húsið.
8. Dýrustu einbýlishús Hafnarfjarðar
Fjallað var um dýrustu einbýlishús sem seldust í Hafnarfirði árið 2022. Hlíðarás 26 var dýrasta einbýlishús sem seldist í bæjarfélaginu á síðasta ári. Kaupverð hússins, sem er 356 fermetrar, nam 200 milljónum króna. Fermetraverð nam því 561 þúsund krónum.
9. Dýrasta hús Lundúna á sölu fyrir skuldum
Stórhýsi í Regent's Park í London var sett á sölu eftir að tæplega 26 milljarða króna lán sádi-arabísks eiganda hennar fór í vanskil. Fasteignasalar sem sáu um söluna vonuðust til setrið færi á allt að 250 milljónir punda, eða sem nemur 43 milljörðum króna.
10. Dýrasta einbýli Kópavogs selt á 260 milljónir
Kópavogsbakki 10 var dýrasta einbýlishús sem selt var í Kópavogi árið 2022. Kaupverð hússins, sem er 284 fermetrar, nam 260 milljónum króna. Fermetraverð nam því 916 þúsund krónum.