Fasteignamarkaðurinn var í hæstu hæðum árið 2022. Hér eru mest lesnu híbýlafréttir ársins í sætum 1 til 5.
1. Linda og Yngvi keyptu í Fossvoginum fyrir 360 milljónir
Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðs hjá Marel, og Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar, keyptu 329,9 fermetra einbýlishús að Lálandi 3 í Fossvoginum fyrir 360 milljónir króna.
2. Andri og Rakel kaupa á 370 milljónir
Hjónin Andri Gunnarsson, lögmaður, og Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, keyptu 427 fermetra einbýlishús á Arnarnesi á 370 milljónir króna.
3. Selja á Arnarnesi á 295 milljónir
Hjónin Andri Gunnarsson, lögmaður, og Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, seldu fasteign sína í Garðabæ á 295 milljónir króna í október. Kaupendur voru Ólöf Elín Gunnlaugsdóttir og Stefán Már Stefánsson.
4. Eggert og Jónína seldu húsið á 250 milljónir
Hjónin Eggert Benedikt Guðmundsson, fyrrum forstjóri N1 og HB Granda, og Jónína Lýðsdóttir hjúkrunarfræðingur seldu einbýlishús sitt í Skerjafirðinum á 250 milljónir króna.
5. Guðmundur kaupir á Grímshaga fyrir 273 milljónir
Guðmundur Hafsteinsson, stjórnarformaður Icelandair, keypti 230 fermetra eign að Grímshaga 8 á 273 milljónir króna.
Hér má sjá mest lesnu híbýlisfréttir í sætum 6-10 á árinu.