Við fengum Reynir Ólaf Reynisson, betur þekktur sem Óli Reynis hjá bílaáhugafólki, til að fara yfir nokkur atriði sem er nauðsynlegt að vera með á hreinu varðandi bílinn fyrir veturinn.

Óli er sölustjóri Kemi og Poulsen sem býður upp á varahluti og bílavörur. Óli er eldri en tveggja vetra þegar kemur að bílum, varahlutum og öllu sem viðkemur akstri.

,,Í vetraraksturinn er afar mikilvægt að hafa rúðuvökva, hrímeyði til að hreinsa frosthrímið utanvert af bílrúðunum, rakapúða til að minnka rakann innanvert í bílnum, rúðusköfu, kúst og jafnvel snjóskóflu,“ segir Óli.

Hann nefnir að perurnar á bílnum þurfi að vera í lagi og öll ljós í toppstandi allt árið en sérstaklega þegar fer að dimma og að sjálfsögðu þarf að muna að vera með þau kveikt.

Nánar er fjallað um málið í Bílablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.