Nýtt og klókt afbrigði af MyDoom veirunni skaut leitarvélar í kaf í gær. Um var að ræða svokallaða DoS árás (Denial-of-service) þar sem flóð af tölvupósti á tiltekin skotmörk leiða til þess að netþjónarnir ráða ekki við magnið. Nýja veiran er öllum ýmsum nöfnum, MyDoom.M, MyDoom.M@mm eða MyDoom.O, gerði óskunda hjá fjórum leitarvélum, AltaVista, Yahoo, Google og Lycos en tvær þær síðasttöldu áttu í miklu basli við að svara fyrirspyrjendum.

Oft komu upp villuboð eða leitin skilaði engum árangri. Engum sögum fer hins vegar af leiðinni að höfundi veirunnar. Þetta kemur fram í frétt á fréttavef Tæknivals.