Stofnendur og forstjórar tveggja fyrirtækja sem teljast til svokallaðra einhyrninga tóku á dögunum við Geisla, sérstakri viðurkenningu Samtaka iðnaðarins, fyrir framlög sín til íslensks atvinnulífs og verðmætasköpunar í landinu. Það voru Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, og Róbert Wessmann, stofnandi og forstjóri Alvotech, sem veittu viðurkenningunum móttöku.

Með þeim vilja Samtök iðnaðarins varpa ljósi á mikilvægi hugverkaiðnaðarins fyrir hagkerfið, hlutdeild greinarinnar í útflutningstekjum þjóðarbúsins og nauðsyn þess að fyrirtæki í greininni geti áfram vaxið. 

Einhyrningur er einkarekið sprotafyrirtæki sem metið er á milljarð bandaríkjadala eða meira fyrir skráningu á markað.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma, og Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech.
© BIG (VB MYND/BIG)
Hjónin Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og innviðaráðherra, og Svandís Dóra Einarsdóttir leikkona létu sig ekki vanta.
© BIG (VB MYND/BIG)
Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Margrét Kristín Sigurðardóttir, almannatengsla- og samskiptastjóri Samtaka iðnaðarins, skemmtu sér vel.
© BIG (VB MYND/BIG)
Lárus M. K. Ólafsson, Berglind Guðjónsdóttir, Þorgils Helgason og Guðný Hjaltadóttir.
© BIG (VB MYND/BIG)
Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi Hveragerðisbæjar, Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, Gunnar Zoëga, forstjóri Opinna kerfa, og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
© BIG (VB MYND/BIG)