Ársfundur atvinnulífsins fór fram í Borgarleikhúsinu á dögunum.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hélt opnunarerindi ársfundarins.
Ljósmynd: BIG
Deila
Ársfundur atvinnulífsins fór fram í Borgarleikhúsinu á dögunum.
Fundurinn sjálfur var snarpur, eða um ein klukkustund, þar sem samtökin og aðildarfélagar þeirra stilltu saman strengi fyrir komandi kjaraviðræður. Rúmlega 450 manns sátu fundinn í stóra sal leikhússins og tæplega 2 þúsund til viðbótar fylgdust með í gegnum streymi. Að fundi loknum var boðið upp á veitingar undir ljúfum tónum og gerðu fundargestir sér glaðan dag saman. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Eyjólfur Ári Rafnsson, formaður SA, Guðrún Jóhannesdóttir, eigandi Kokku og Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, voru meðal þeirra sem héldu erindi á fundinum. Þá var Hannes G. Sigurðsson, ráðgjafi stjórnar og framkvæmdastjórnar SA, kvaddur með virktum. Hann starfaði hjá SA og forveranum VSÍ í 37 ár og var lykilmaður í vinnumarkaðsmálum og kjarasamningagerð síðustu áratuga.
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, kallaði meðal annars eftir endurskoðun á vinnumarkaðslöggjöfinni í erindi sínu.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, mættu á fundinn, ásamt hundtryggum aðstoðarmönnum sínum þeim Hersi Aroni Ólafssyni og Ólafi Elínarsyni.
Jóhannes Stefánsson, Gunnar Úlfarsson, Elísa Arna Hilmarsdóttir og Agla Eir Vilhjálmsdóttir, starfsfólk Viðskiptaráðs Íslands, fylgdust grannt með gangi mála og klöppuðu að erindi forsætisráðherra loknu.
Guðrún Jóhannesdóttir, eigandi Kokku, benti meðal annars í erindi sínu á að enginn vilji skerta þjónustu í verslunum en þrátt fyrir það vilji verkalýðsforingjar stytta vinnuvikuna niður í fjóra daga.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, stilltu sér upp í myndatöku að fundi loknum.