Canon-hátíðin svokallaða var haldin í fimmta sinn sl. föstudag og fór hún fram í Smárabíói.

Á hátíðinni í ár héldu ljósmyndararnir Martina Wärenfeldt, Benjamin Hardman, Anna Maggý, Vilhelm Gunnarsson og Arnaldur Halldórsson erindi og sögðu sögurnar á bak við sín verkefni.

© Sigurjón Ragnar (SR)

Morten Nørremølle, Country Director Nordic/Baltic hjá Canon, opnaði hátíðina og Þorsteinn J. sá um ráðstefnustjórn.

© Sigurjón Ragnar (SR)

Á hátíðinni var einnig vörusýning þar sem helstu nýjungar frá Canon voru til sýnis í bland við vörur frá Profoto, Synology og, Lenovo. Í tilkynningu segir að góð mæting hafi verið á viðburðinn og að það hafi myndast góð stemming og skemmtilegar umræður meðal ljósmyndara á hátíðinni.

© Sigurjón Ragnar (SR)

Ljósmyndarinn Martina Wärenfeldt hélt erindi þar sem hún deildi ferlinu sínu í gerð Fine Art-portrettljósmynda. Portrettmyndirnar hennar eru innblásnar af list gömlu meistaranna og nútímalegum tímaritastíl. Þannig tekst henni að blanda saman klassískri fegurð við samtímatækni.

© Sigurjón Ragnar (SR)

Arnaldur Halldórsson, ljósmyndari, fór yfir þau viðfangsefni sem hann hefur verið að fást við síðustu árin, m.a. val á tökustöðum fyrir erlenda sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu og ljósmyndun á bak við tjöldin.

© Sigurjón Ragnar (SR)

Anna Maggý, ljósmyndari, listakona og leikstjóri, hélt erindi um það hvernig hún nýtir sína ljósmyndareynslu í að framleiða tónlistarmyndbönd og auglýsingar fyrir sjónvarp.

© Sigurjón Ragnar (SR)

Vilhelm Gunnarsson, er einn reyndasti fréttaljósmyndari landsins. Hann hélt erindi um fréttaljósmyndun á Íslandi í dag þar sem hann sýndi dæmi um augnablik sem hann festi á filmu og deildi áhugaverðum sögum á bak við myndirnar sínar.

© Sigurjón Ragnar (SR)

Benjamin Hardman er ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður sem hefur myndað landslag Íslands og beggja heimskautanna. Myndirnar hans eru knúnar áfram af þrá eftir dýpt náttúrunnar og hann heimsækir sömu staðina allt árið um kring, til að skilja betur og mynda þær sjónrænu breytingar sem hver árstíð felur í sér.