Árleg ráðstefna FKA Framtíð fór nýverið fram í höfuðstöðvum Arion banka, að þessu sinni undir yfirskriftinni Fjárfestu í Framtíðinni.

tjórn FKA Framtíð frá vinstri: Inga Lára Jónsdóttir, Margrét Hannesdóttir, Sjöfn Arna Karlsdóttir, Kristín Amy Dyer og Sandra Sif Stefánsdóttir.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þetta var þriðja ráðstefna deildarinnar og var sjónum m.a. beint að lífeyrissjóðum, fyrstu skrefum í fjárfestingum og áhrifum hugræns atferlis á ákvarðanatöku.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Formaður FKA Framtíð opnaði ráðstefnuna en dagskráin var skipuð konum með víðtæka reynslu úr heimi fjármála og fjárfestinga.

Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, fjármálaráðgjafi og eigandi Solveig Consulting ehf.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Snædís Ögn Flosadóttir, forstöðumaður á mörkuðum hjá Arion banka, fjallaði um langtímaátakið Konur fjárfesta og af hverju Arion banki fór af stað með það. Markmið Arion er að hvetja konur til að taka virkari þátt í fjármálum sínum og byggja upp sterkan fjárhagslegan grunn.

Sigurlína Ingvarsdóttir, meðeigandi Behold Ventures, fjárfestir og stjórnarkona.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, fjármálaráðgjafi og eigandi Solveig Consulting ehf. og meðeigandi Eventum Travel ehf., hélt erindi um hvernig hugræn ferli og hegðun hafa áhrif á ákvarðanatöku okkar í fjármálum.

Magdalena A. Torfadóttir, viðskiptablaðamaður hjá Morgunblaðinu og stjórnandi Fjármálakastsins.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Sigurlína Ingvarsdóttir, meðeigandi Behold Ventures, ráðgjafi og stjórnarmaður, hélt erindi undir yfirskriftinni: „Lífið er leikur – lærðu að spila“. Hún fjallaði um eigin vegferð, allt frá litlu fjármálalæsi yfir í að starfa í fjárfestingageiranum.

Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, Sigurlína Ingvarsdóttir, Guðrún Inga Ingólfsdóttir, forstöðumaður eignastýringar hjá Lífsverki og Snædís Ögn Flosadóttir.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Magdalena A. Torfadóttir, viðskiptablaðamaður hjá Morgunblaðinu og stjórnandi Fjármálakastsins, deildi ráðleggingum um hvernig má yfirstíga óöryggi í fjárfestingum og deildi sýn sinni á fjármálalífinu út frá menntun sinni og reynslu á markaði og í fjölmiðlum.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þá var hún jafnframt stjórnandi pallborðsumræðna þar sem Guðrún Inga Ingólfsdóttir, forstöðumaður eignastýringar hjá Lífsverki, bættist í hópinn og miðlaði dýrmætri reynslu. Með yfirskriftina „Byrjum snemma og hættum aldrei – að fjárfesta“ bætti hún við sjónarhornum í umræðuna um fjármál kvenna og framtíðar öryggi.