Ráðstefna SFF sem bar yfirskriftina Fjármálavit ungs fólks fór fram í Veröld, Húsi Vigdísar 18. janúar síðastliðinn.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var með erindi á fundinum.
Ljósmynd: BIG
Deila
Fjallað var um mikilvægi skilnings á fjármálalæsi á ráðstefnu Samtaka fjármálafyrirtækja sem bar yfirskriftina Fjármálavit ungs fólks og fór fram í Veröld, Húsi Vigdísar 18. janúar. Þar voru meðal annars kynntar niðurstöður könnunar Gallup sem unnin var fyrir Samtök fjármálafyrirtækja á fjármálalæsi Íslendinga.
Fram kom að fæstir töldu sig höfðu lært um fjármál og peninga í skóla heldur fremur af foreldrum, eða á netinu en yfirgnæfandi meirihluti taldi grunn- og framhaldsskóla vera sá staður þar sem fólk ætti helst að læra um fjármálalæsi eða 74% aðspurðra.