Viðskiptaráð kynnti nýja úttekt á umhverfi fjölmiðla á Íslandi í síðustu viku á Vinnustofu Kjarval. Viðburðurinn var opinn öllum og var síðan boðið upp á léttar veitingar að loknum umræðum.


Viðburðurinn hófst kl. 16:30 en úttektin bar titilinn „Afsakið hlé: umhverfi fjölmiðla á Íslandi“. Úttektin kom út sama dag og fjallað var um samkeppnisstöðu og framtíðarhorfur fjölmiðla á Íslandi ásamt hlutverki og umsvifum ríkisins á þeim markaði.


Að lokinni kynningu á úttekt Viðskiptaráðs fóru fram pallborðsumræður með Helgu Arnardóttur, fjölmiðla- og dagskrárgerðarkonu, Kolbeini Tuma Daðasyni, fréttastjóra á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni, og Stefáni Einari Stefánssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.





