Golfmót OK fór fram á Grafarholtsvelli á dögunum en leiknar voru 18 holur og keppt var um bæði aðalverðlaun og ýmis önnur aukaverðlaun.


Í tilkynningu segir að mótið hafi farið fram við frábærar aðstæður þar sem gott veður, góð stemning og skemmtileg samvera einkenndu daginn.


OK er einn af aðalstyrktaraðilum Golfklúbbs Reykjavíkur (GR) sem og bakhjarl Grafarholtsvallar. Golfmót OK hefur verið við lýði í hátt í 30 ár og hefur áhugi og þátttaka viðskiptavina verið mikil.


„Við leggjum mikinn metnað í að byggja upp og hlúa að góðum samskiptum við okkar viðskiptavini. Golfmótið er frábær vettvangur til að hittast, deila góðum stundum og styrkja tengslin. Það er alltaf gaman að sjá þátttakendur njóta sín við frábærar aðstæður og keppa smá, með bros á vör,“ segir Gunnar Zoéga, forstjóri OK.