Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Sólveig Pétursdóttir, fyrrum ráðherra, voru meðal þrjátíu kvenna sem skemmtu sér á Golfmóti FKA sem fór fram í Reykjanesbæ.

Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Sólveig Pétursdóttir, fyrrum ráðherra, voru meðal þrjátíu kvenna sem skemmtu sér á Golfmóti FKA sem fór fram í Reykjanesbæ.

Það var heldur betur fjör í Golfklúbbi Suðurnesja, golfvöllurinn í toppstandi og þjónustan til fyrirmyndar.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Veitt voru verðlaun í þremur forgjafaflokkum, nándarverðlaun á öllum par 3 holum og lengsta „drive“ á 18. braut auk verðlauna fyrir fæst högg. Við erum ótrúlega þakklátar aðkomu aðila sem gera þetta að veruleika,“ segir Helga Björg Steinþórsdóttir stjórnarkona FKA og fyrrum formaður golfnefndar FKA.

Dagbjört Þórey Ævarsdóttir, Elsa Dóra Ísleifsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Katrín Garðarsdóttir Elna Christel Johansen, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Helga Björg Steinþórsdóttir og Ólöf Guðmundsdóttir.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Að þessu sinni styrktum við böndin á Golfmóti FKA sem fór fram í Leirunni Reykjanesbæ. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hin eina sanna er í Golfnefndinni og var með uppákomu á níundu holu á þessu móti þannig að þið getið ímyndað ykkur fagmennskuna í bland við stuðið á mótum hjá FKA,“ segir Guðrún Þorsteinsdóttir formaður Golfnefndar FKA.

Helga Björg Steinþórsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Ólafía Þórunn og Birna Hreiðarsdóttir.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Konur sem höfðu nánast ekki snert kylfu fyrir rúmu einu ári síðan eru komnar með golfvinkonu eftir metnaðarfullt verkefni Golfnefndar að laða nýjar að og hópurinn hefur heldur betur stækkað,“ segir Guðrún að lokum.

Stórglæsilegir vinningar og Golfnefnd FKA þakkar þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrktu með vinningum, fordrykk og teiggjöfum.
© Aðsend mynd (AÐSEND)