Auðna Tæknitorg hélt nýlega hátíðarviðburð í Grósku þar sem áhersla var lögð á vísindalega nýsköpun. Auðna segist leggja mikla áherslu á áframhaldandi eflingu hugverkaverndar og nýsköpunar.

Auðna
© Pétur Fjeldsted (Pétur Fjeldsted)

Fyrirlesarar voru íslensku vísindafrumkvöðlarnir Hans Tómas Björnsson og Egill Skúlason, Tom Flanagan, írskur sérfræðingur í tækniyfirfærslu og Milla Koistinaho, fagfjárfestir í djúptækni frá finnska fjárfestingasjóðnum Innovestor.

Auðna
© Pétur Fjeldsted (Pétur Fjeldsted)

Í erindi sínu útskýrði Milla til dæmis nauðsyn og viðskiptalegar ástæður þess að fjárfesta í vísindalegri nýsköpun en sú nýsköpun bjargar mannslífum og umhverfinu.

Auðna
© Pétur Fjeldsted (Pétur Fjeldsted)

Á undanförnum árum hefur íslenska vísindaumhverfið tekið miklum framförum í átt til nýsköpunar með nýjum spennandi sprotafyrirtækjum sem byggja á vísindalegum grunni. Fjöldi einkaleyfaumsókna frá vísindasamfélaginu hefur aukist úr einni á ári í eina á mánuði á árinu 2024.

© Pétur Fjeldsted (Pétur Fjeldsted)

„Bak við þessa þróun liggur mikil vinna við að virkja íslenska þekkingu og umbreyta hugviti í verðmæti fyrir samfélagið. Vísindin skapa ný tækifæri, framtíðarverðmæti og jafnvel óvæntar atvinnugreinar en lausnirnar þurfa að rata í réttan farveg og þar gegnir Auðna lykilhlutverki sem brú milli vísinda og atvinnulífs,“ segir í tilkynningu.

© Pétur Fjeldsted (Pétur Fjeldsted)

Auðna þjónustar alla háskóla landsins og helstu rannsóknastofnanir í tækni- og þekkingaryfirfærslu. Með ráðgjöf, þjálfun og tengingu háskólasamfélagsins við atvinnulíf og fjárfesta tryggir Auðna að hugvit og rannsóknaniðurstöður nýtist sem drifkraftur nýsköpunar og efnahagslegra framfara.