Iðnþing Samtaka iðnaðarins fór fram í Hörpu í síðustu viku en yfirskrift þingsins þetta árið var Ísland á stóra sviðinu. Áskoranir, tækifæri og samkeppnishæfni íslensks iðnaðar á alþjóðamarkaði á tímum tæknibyltinga og tollastríða voru þar í brennidepli.

Rætt var um hvaða áhrif breytt heimsmynd hafi á Íslandi, hvernig hægt sé að sækja fram, aðlagast og bregðast við. Var í því samhengi m.a. fjallað um viðnámsþrótt, gervigreindarkapphlaupið, heimatilbúna fjötra og tækifæri til sóknar.

Fjölmennt var í Hörpu en hátt í 500 gestir sóttu viðburðinn. Árni Sigurjónsson, formaður SI, flutti opnunarávarp og var Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra með tölu. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, ræddi þá við Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto á Íslandi, Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, fór yfir mikilvægi iðnaðar, og einstaklingar á ýmsum sviðum greinarinnar tóku loks þátt í pallborðsumræðum.

Viðskiptablaðið gaf út sérblaðið Iðnþing 2025 í tengslum við viðburðinn en þar má nálgast viðtöl við nokkra þátttakendur á þinginu.

Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins, flutti opnunarávarp þingsins þar sem hann fór yfir áskoranir og tækifæri iðnaðar.
© BIG (MYND/BIG)
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var með erindi á fundinum.
© BIG (MYND/BIG)
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, fór yfir málin með Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra SI.
© BIG (MYND/BIG)
Róbert Helgason, frumkvöðull og stofnandi Fordæmi, Bergþóra Halldórsdóttir, stjórnandi hjá Borealis Data Center, og Ingvar Þór Hjálmarsson, formaður Hugverkaráðs SI, ræddu um gervigreindarkapphlaupið.
© BIG (MYND/BIG)
Gunnar Sverrir Gunnarsson, forstjóri COWI á Íslandi, Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri hjá Öryggismiðstöðinni, Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar, og Þorvarður Sveinsson, forstjóri Farice, ræddu viðnámsþrótt.
© BIG (MYND/BIG)
Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, fór yfir mikilvægi iðnaðar.
© BIG (MYND/BIG)
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, lokaði þinginu.
© BIG (MYND/BIG)
Þorgerður Katrín Gunnlaugsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, lét sig ekki vanta.
© BIG (MYND/BIG)
Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fylgdist vel með.
© BIG (MYND/BIG)
Það sama gerði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri.
© BIG (MYND/BIG)
Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ, var viðstaddur.
© BIG (MYND/BIG)
Guðrún Hafsteinsdóttir, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, skar sig úr.
© BIG (MYND/BIG)
Einnig meðal viðstaddra voru Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður og fyrrum ráðherra.
© BIG (MYND/BIG)
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Valgerður H. Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa, Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, og Ari Daníelsson, forstjóri Origo.
© BIG (MYND/BIG)
Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg á Íslandi og forstjóri Hornsteins, og Bergsteinn Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Set.
© BIG (MYND/BIG)
Sara Lind Guðbergsdóttir, framkvæmdastjóri Climeworks, og Björt Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Iðu.
© BIG (MYND/BIG)
Sigmundur Daði Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins.
© BIG (MYND/BIG)
Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, og Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
© BIG (MYND/BIG)
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, og Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, forstjóri Nóa Síríus
© BIG (MYND/BIG)
Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi og fyrrum borgarstjóri, Sigtryggur Magnason, fyrrverandi aðstoðarmaður innviða- og fjármálaráðherra, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
© BIG (MYND/BIG)
Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður og aðstoðarmaður formanns Miðflokksins, og Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.
© BIG (MYND/BIG)
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Dagur B. Eggertsson, þingmaður og fyrrum borgarstjóri, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur og fyrrum efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar.
© BIG (MYND/BIG)
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður og fyrrum ráðherra.
© BIG (MYND/BIG)
Fjölmennt var í Hörpu en gestir voru hátt í 500.
© BIG (MYND/BIG)