Fjölmennt var í Hörpu þegar Iðnþing Samtaka iðnaðarins fór fram í síðustu viku.
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, fór yfir málin með Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra SI.
Ljósmynd: BIG
Deila
Iðnþing Samtaka iðnaðarins fór fram í Hörpu í síðustu viku en yfirskrift þingsins þetta árið var Ísland á stóra sviðinu. Áskoranir, tækifæri og samkeppnishæfni íslensks iðnaðar á alþjóðamarkaði á tímum tæknibyltinga og tollastríða voru þar í brennidepli.
Rætt var um hvaða áhrif breytt heimsmynd hafi á Íslandi, hvernig hægt sé að sækja fram, aðlagast og bregðast við. Var í því samhengi m.a. fjallað um viðnámsþrótt, gervigreindarkapphlaupið, heimatilbúna fjötra og tækifæri til sóknar.
Fjölmennt var í Hörpu en hátt í 500 gestir sóttu viðburðinn. Árni Sigurjónsson, formaður SI, flutti opnunarávarp og var Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra með tölu. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, ræddi þá við Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto á Íslandi, Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, fór yfir mikilvægi iðnaðar, og einstaklingar á ýmsum sviðum greinarinnar tóku loks þátt í pallborðsumræðum.
Róbert Helgason, frumkvöðull og stofnandi Fordæmi, Bergþóra Halldórsdóttir, stjórnandi hjá Borealis Data Center, og Ingvar Þór Hjálmarsson, formaður Hugverkaráðs SI, ræddu um gervigreindarkapphlaupið.
Einnig meðal viðstaddra voru Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður og fyrrum ráðherra.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, og Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, forstjóri Nóa Síríus
Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi og fyrrum borgarstjóri, Sigtryggur Magnason, fyrrverandi aðstoðarmaður innviða- og fjármálaráðherra, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Dagur B. Eggertsson, þingmaður og fyrrum borgarstjóri, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur og fyrrum efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar.