Markaðsstofan MARS fagnaði tímamótum í gær þegar stofan opnaði nýja skrifstofu. Í tilefni af því var haldin veisla þar sem yfir 150 viðskiptavinir, samstarfsaðilar og vinir komu saman og fögnuðu.

Markaðsstofan MARS fagnaði tímamótum í gær þegar stofan opnaði nýja skrifstofu. Í tilefni af því var haldin veisla þar sem yfir 150 viðskiptavinir, samstarfsaðilar og vinir komu saman og fögnuðu.

Samhliða veislunni hefur MARS einnig sett nýja heimasíðu í loftið en þar má finna upplýsingar um fyrirtækið, þjónustuna og teymið.

MARS er fjölskyldurekið fyrirtæki og var upphaflega stofnað í Danmörku en flutti starfsemi sína alfarið til Íslands árið 2021. MARS hefur frá þeim tíma þjónustað fjölbreyttan hóp fyrirtækja og veitt þeim markaðsþjónustu.

Framkvæmdastjóri MARS, Ingvi Einar Ingason, segist vera hæstánægður með að vera kominn á Bæjarhraunið í Hafnarfirði.

„Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum og leggjum áherslu á að nálgast hvert verkefni af alúð og metnaði. Við bjóðum upp á öfluga markaðsþjónustu sem skilar árangri.“

MARS segir að teymið sem standi á bak við fyrirtækið samanstandi af fagfólki með fjölbreytta reynslu og þekkingu í markaðsmálum, hönnun, auglýsingagerð og stafrænum lausnum.