Íslenska mannauðs- og launalausnin Kjarni hélt upp á 10 ára afmæli sitt í höfuðstöðvum fyrirtækisins.

Anna Steinsen, þjálfari og eigandi KVAN.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Kjarni, mannauðs- og launakerfi þróað af Origo, fagnaði 10 ára afmæli sínu með veislu í höfuðstöðvum fyrirtækisins í gær. Kjarni býður upp á að samþætta lausn í launavinnslu og mannauðsstjórnun.

Kristinn Gísli Gíslason og Ólöf Kristjánsdóttir.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Um 40 þúsund launþegar fá mánaðarlega launaseðil úr Kjarna og viðskiptavinir eru yfir 100 talsins.

Lilja Guðrún H. Róbertsdóttir.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fjöldi gesta, bæði viðskiptavinir og starfsfólk Origo, kom saman til að fagna áfanganum. Anna Steinsen, þjálfari og eigandi KVAN, kom með hugvekju þar sem hún tók skemmtilegan snúning á þeim áskorunum sem fylgja því að ólíkar kynslóðir mætist á vinnustöðum landsins.

Dagur Sigurðsson heillaði gesti með flutningi sínum.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Því næst steig Dagur Sigurðsson, verslunarstjóri Ofar, sem þekktur er fyrir að koma fram í Idol og Eurovision, á svið og heillaði gesti með flutningi sínum.

Ingimar Guðjón Bjarnason.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Í tilkynningu segir að afmælisfögnuðurinn hafi veitt einstakt tækifæri til að líta yfir þann árangur sem Kjarni hefur náð á undanförnum 10 árum.