Setning Mentorverkefnis FKA Framtíðar 2024-2025 fór fram fimmtudaginn 17. október í nýjum höfuðstöðvum Securitas.

Stjórn FKA Framtíð; Sjöfn Arna Karlsdóttir, Margrét Hannesdóttir, Kristín Amy Dyer, Inga Lára Jónsdóttir og Sandra Sif Stefánsdóttir.
© Silla Páls (Silla Páls)

Viðburðurinn markar upphaf spennandi samstarfs þar sem konur úr ólíkum atvinnugeirum fá tækifæri til að efla sig bæði persónulega og faglega með aðstoð reynslumikilla leiðtoga úr atvinnulífinu.

Guna Mežule, Ingibjörg K Halldórsdóttir, Linda Björk Ólafsdóttir, Hulda Ósk, Diana Arnfjörð.
© Silla Páls (Silla Páls)

Í tilkynningu segir að metaðsókn hafi verið í verkefnið síðustu ár en þátttakendur telja um 160 konur.

María Björg Kristjánsdóttir og Svanhildur Jónsdóttir.
© Silla Páls (Silla Páls)

„Maður fær stjörnur í augun yfir þessum öflugu og flottu konum sem eru tilbúnar að gefa tímann sinn til að hjálpa öðrum konum að ná lengra,“ segir Kristín Amy Dyer, formaður FKA Framtíðar.

Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, Birna Bragadóttir, Hildigunnur Thorsteinsson.
© Silla Páls (Silla Páls)

„Ein fljótlegasta leiðin til að efla sig í lífi og starfi er að læra af reynslu annarra, og þar koma mentorar sterkir inn," bætir Kristín við.

Ása Karín Hólm, verndari mentorverkefnisins.
© Silla Páls (Silla Páls)

Á dagskrá hverrar setningar Mentorverkefnisins er haldið hraðstefnumót þar sem mentor og mentee kynna sig í einnar mínútu lyfturæðu. Þessi kynni leggja grunninn að því að tvær konur verða paraðar saman í kjölfarið fyrir formlegt samstarf sem hefst á næstu mánuðum.

Erna Hrund Hermannsdóttir.
© Silla Páls (Silla Páls)

Guðrún Inga Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og menningar hjá Securitas, lagði áherslu á mikilvægi mannauðsstjórnunar í nútímasamfélagi og hlutverk leiðtoga í því að styðja við starfsþróun einstaklinga innan skipulagsheilda.

© Silla Páls (Silla Páls)

Ása Karín Hólm, verndari mentorverkefnisins 2024-2025, tók einnig til máls og ræddi mikilvægi þess að byggja upp sterkt tengslanet og varpaði ljósi á að fleiri stór fyrirtæki hafi innleitt mentorverkefni innanhúss hjá sér.

Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir og Sjöfn Arna Karlsdóttir.
© Silla Páls (Silla Páls)

Securitas bauð upp á léttar veitingar og fengu þátttakendur tækifæri til að mynda tengsl og eiga innihaldsrík samtöl í notalegu andrúmslofti.