Fimmtudaginn 23. janúar stóðu Ungar athafnakonur (UAK) fyrir opnum viðburði sem markaði upphaf vorannar hjá félaginu. Viðburðurinn bar heitið Taktu af skarið og var haldinn í Grósku hugmyndahúsi.

Opnunarviðburðurinn hafði það að markmiði að vekja athygli á starfi félagsins og er opinn öllum þeim sem hafa áhuga og vilja kynnast félaginu betur.

Ólöf Kristrún Pétursdóttir Blöndal, formaður UAK.
© Þóra Ólafs (Þóra Ólafs)

„Félagið skapar vettvang fyrir félagskonur til að fræðast, taka þátt í umræðum og mynda sterk tengsl þvert á aldur, menntun og geira. Þess vegna eru þær sem finna sig í starfi félagsins meir en velkomnar að skrá sig og taka þátt,” sagði Ólöf Kristrún, formaður UAK, þegar hún opnaði viðburðinn fyrir gestum.

© Þóra Ólafs (Þóra Ólafs)

Árið 2025 eru UAK stoltir aðstandendur kvennaársins 2025 og fengu til liðs við sig hana Tatjönu Latinovic, formann Kvenréttindafélags Íslands (KRFÍ), fyrir hönd framkvæmdastjórnar Kvennaárs til að kynna kvennaárið og fylla gesti af jákvæðni, krafti og samtakamætti fyrir komandi ár.

Brynja Baldursdóttir.
© Þóra Ólafs (Þóra Ólafs)

Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, var með hugvekju kvöldsins og velti fram spurningunni: Hvað er árangur fyrir mig?. Með því vakti hún athygli á að árangur er ekki eins fyrir alla. Lykilatriðið felst í því að finna sína eigin leið, sinn takt og fylgja því. Það er mikilvægt að forgangsraða því sem skiptir mann máli, hvort sem það er starfsferill, fjölskylda eða annað og velja fyrir sig hvað er með áherslu á hverjum tíma.

© Þóra Ólafs (Þóra Ólafs)

Þar á eftir tók við sófaspjall með Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka, og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, dagskrárgerðarkonu hjá RÚV, sem Birta María, markaðsstjóri UAK, stýrði.

Tatjana Latinovic, formaður KRFÍ.
© Þóra Ólafs (Þóra Ólafs)

Þá var einnig bent á að það þætti áhugavert að rýna í kynjamun út frá tungumálinu þar sem starfstitlar hafa ekki breyst. „Valdamestu konur landsins eru t.d. með karlkyns starfsheiti, forseti og ráðherra. Áður fyrr voru einungis karlar sem fengu að ganga í þær stöður en staðan er önnur í dag. Því væri vitaskuld hægt að breyta því í samræmi við þegar karlar ganga í störf með kvenkyns starfsheiti,“ segir í tilkynningu.

Birta María Birnisdóttir, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Edda Hermansdóttir.
© Þóra Ólafs (Þóra Ólafs)