Húsfyllir var á öryggisráðstefnu Syndis sem haldin var í gær í Norðurljósasal Hörpu. Þangað mættu starfsmenn fyrirtækja og stofnana sem vildu fræðast um það heitasta sem er í brennidepli í netöryggismálum.


Erlendir og innlendir sérfræðingar í netöryggi fóru yfir hvernig netglæpir eru að þróast og hvaða tækifæri eru til að byggja upp betri varnir.

Mikko Hyppönen, einn virtasti sérfræðingur heims í netöryggi, fór yfir hvernig gagnagíslataka (ransomware) hefur þróast síðasta áratuginn og hvert við stefnum næstu tíu árin.


Brynja Dóra Birgisdóttir fór yfir hvað berst bak við tjöldin þegar netárás á sér stað og hvernig sérfræðingar bregðast við. Sóley Kaldal ræddi um snöggu bletti samfélagsins og þjóðaröryggi á öld Internetsins.

Auk þeirra fóru sænski hakkarinn David Jakoby, sem í dag er netöryggissérfræðingur hjá Syndis, og Jan Olsson, sérfræðingur hjá sænsku lögreglunni, yfir málin. Þá var farið vel yfir hvaða áhrif gervigreind mun hafa á fyrirtæki og samfélög og hvernig þau hafa brugðist við þessari þróun.