Tónlistarmennirnir Patrik Snær Atlason, einnig þekktur sem Prettyboitjokko, og Ragnhildur Gísladóttir tróðu upp er ný útivistarlína Icewear var kynnt til leiks.

Nýja línan, sem er umhverfisvæn, heitir Black Sheep Collection og er OEKO-TEX 100 gæðavottuð útivistarlína. Vörulínan er sérstæð á heimsvísu fyrir þá staðreynd að hún er einangruð með 60gr af íslenskri ullarfyllingu. Flíkurnar eru því einstaklega léttar, anda vel og gefa góðan varma, þökk sé einstökum eiginleikum íslensku ullarinnar.

Tónlistarmennirnir Patrik Snær Atlason, einnig þekktur sem Prettyboitjokko, og Ragnhildur Gísladóttir tróðu upp er ný útivistarlína Icewear var kynnt til leiks.

Nýja línan, sem er umhverfisvæn, heitir Black Sheep Collection og er OEKO-TEX 100 gæðavottuð útivistarlína. Vörulínan er sérstæð á heimsvísu fyrir þá staðreynd að hún er einangruð með 60gr af íslenskri ullarfyllingu. Flíkurnar eru því einstaklega léttar, anda vel og gefa góðan varma, þökk sé einstökum eiginleikum íslensku ullarinnar.

„Það varð ákveðin bylting árið 2021 þegar Icewear setti á markað nýja útivistarlínu sem er einangruð með íslenskri ull en það frumkvöðlaverkefni hefur algjörlega slegið í gegn. Núna er Icewear aftur í fararbroddi með frumsýningu á Black Sheep Collection sem er fyrsta íslenska útivistarlínan sem er að fullu gæðavottuð með OEOKO-TEX 100 staðlinum.

Það er mikilvægt fyrir Icewear að vera leiðandi í bæði hönnun og sjálfbærni enda er línan miðuð á alþjóðlegan markað samhliða því að vera kynnt á innanlandsmarkaði. Hönnunin tekur mið af einstökum eiginleikum íslensku ullarinnar með það að markmiði að ná fram hámarks léttleika samhliða virkni fyrir þá sem stunda útivist og hreyfingu og því er ullareinangrunin mun léttari í Black Sheep Collection,“ segir Aðalstein Pálsson forstjóri Icewear.

© Róbert Arnar (Róbert Arnar)

Vörulínan samanstendur af jökkum í nokkrum mismunandi gerðum, buxum og vestum í dömu- og herrasniði, stuttbuxum og pilsum, bæði síðum og stuttum. Flíkurnar koma í tveimur litum, annars vegar í svörtu og hins vegar dökkgrænu og ljósbrúnu.

Black Sheep Collection vörulínan er 100% OEKO-TEX 100 gæðavottuð en það þýðir vottun frá þriðja aðila sem tryggir að varan sé laus við skaðleg efni.

© Róbert Arnar (Róbert Arnar)
© Róbert Arnar (Róbert Arnar)