SFF dagurinn fór fram 3. apríl síðastliðinn undir yfirskriftinni Að vaxa með þjóðinni – fjármálaþjónusta á Íslandi í 150 ár.
Tilefnið var að í ár voru 150 ár frá upphafi innlendrar reglusetningar um fjármálafyrirtæki hér á landi. Sú reglusetning hófst með tilskipun Kristjáns IX um hlunnindi fyrir sparisjóði á Íslandi, en fyrstu innlendu fjármálafyrirtækin, sparisjóðirnir voru þá að verða til.
Kristján IX birti tilskipunina sama dag og hann staðfesti fyrstu stjórnarskrá Íslands, 5. janúar 1874.
Þátttakendur á SFF deginum voru:
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra.
- Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
- Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka og formaður stjórnar SFF.
- Kari Olrud Moen, framkvæmdastjóri Finans Norge, systursamtaka SFF í Noregi.
- Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
- Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.
- Stefán Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri Arctica Finance.
- Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða.
- Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.