Sænska kaffifyrirtækið Sjöstrand opnaði flaggskipsverslun sína í Borgartúni fyrir helgi og buðu eigendur fólki í opnunarviðburð þar sem gestum var boðið upp á morgunbolla.

Sænska kaffifyrirtækið Sjöstrand opnaði flaggskipsverslun sína í Borgartúni fyrir helgi og buðu eigendur fólki í opnunarviðburð þar sem gestum var boðið upp á morgunbolla.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Sjöstrand hóf starfsemi á Íslandi árið 2017 en það voru þeir Gunnar Steinn Jónsson og Viktor Bjarki Arnarsson, ásamt eiginkonum sínum Elísabetu og Álfrúnu, sem byrjuðu að selja vörurnar.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Kveikjan að fyrirtækinu á sínum tíma var að það voru sænsk hjón sem blöskraði umhverfissóunin á kaffihylkjum, þannig þau fóru í það að búa til nýja vél og ný hylki. Vélin sem þau hönnuðu þá er einmitt sú sama og er notuð í dag,“ segir Gunnar Steinn.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Sjöstrand hefur hingað til selt bæði vélina og hylkin á netinu ásamt því að vera til í hönnunarverslunum eins og Epal.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Vélarnar frá Sjöstrand finnast einnig á öllum herbergjum Hótels Geysis. Nýlega bættist þá við Hótel Jökulsárlón, sem eru einnig með Sjöstrand-vélar, bolla og kaffi í 120 herbergjum.