Fjallað var um skattspor ferðaþjónustunnar á Grand hóteli á dögunum Á fundinum var skýrsla sem Reykjavík Economics vann fyrir Samtök ferðaþjónustunnar kynnt og í kjölfarið fóru fram umræður um það hvert raunverulegt framlag greinarinnar er til samfélagsins.

Í skýrslunni er rekstrarárið 2023 lagt til grundvallar. Niðurstöðurnar leiða í ljós að þröng skattaleg áhrif ferðaþjónustunnar voru um 106,5 milljarðar króna. Ef horft er til víðtækari áhrifa ferðaþjónustu, sem kölluð eru víð skattaleg áhri, þá voru skattalegu áhrifin um 180 milljarðar króna. Það er fengið með því að leggja við þrönga skilgreiningu á hugtakinu útskatt virðisaukaskatts í einkennandi greinum ferðaþjónustu. Til samanburðar þá kom fram í skýrslu Reykjavík Economics fyrir rekstrarárið 2022 að það ár hafi víð skattaleg áhrif ferðaþjónustunnar numið 151 milljarði króna.

Í nýju skýrslunni segir að þrátt fyrir að arðsemi greinarinnar hafi batnað á árinu 2023 sé hún samt sem áður almennt lægri en í viðskiptahagkerfinu. Án efa muni stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa þetta í huga ásamt því að nýta betur

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, flutti ávarp.
© BIG (MYND/BIG)
Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, fóru yfir helstu atriði í skýrslunni um skattaleg áhrfi á ferðaþjónstunu á Íslandi.
© BIG (MYND/BIG)
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
© BIG (MYND/BIG)
Jóhannes Þór Skúlason stýrði umræðum en í pallborði voru Hanna Katrín Friðriksson, ferðamálaráðherra, Björn Ragnarsson, forstjóri Icelandia, Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka og Ragnhildur Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri Lava Show.
© BIG (VB MYND/BIG)
Þóra Eggertsdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandia.
© BIG (MYND/BIG)
Björn Ragnarsson, forstjóri Icelandia og stjórnarmaður í SAF.
© BIG (MYND/BIG)
Helgi Már Björgvinsson, yfirmaður alþjóðasamskipta hjá Icelandair, Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair og Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá SAF.
© BIG (MYND/BIG)
Fundurinn á Grand hóteli var vel sóttur.
© BIG (MYND/BIG)
Ragnhildur Ágústsdóttir er annar stofnandi Lava Show, en fyrirtækið hóf rekstur árið 2018. Hún situr í stjórn SAF.
© BIG (MYND/BIG)
Hanna Katrín Friðriksson mætti á sinn fyrsta fund hjá Samtökum ferðaþjónustunnar sem nýr ferðamálaráðherra.
© BIG (VB MYND/BIG)