Stjórnarkonur deilda Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, heimsóttu Alþingi í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin fyrst kvenna á þing í landskjörskosningum af sérstökum kvennalista. Ragna Árnadóttir, sem gegnir stöðu skrifstofustjóra Alþingis fyrst kvenna, tók á móti þeim.
„Megin markmiðið með heimsókninni var að efla tengslin hjá stjórnum félagsins svo við séum enn peppaðri fyrir starfsárinu en svo er það þannig að Ragna Árnadóttir er mikil fyrirmynd og líka félagskona FKA og því frábært að fá að verja tíma með henni innan vallar,“ segir Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA.
Ragna Árnadóttir er fyrrum aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og dómsmálaráðherra er fyrst kvenna með lyklavöldin sem skrifstofustjóri Alþingis.
„Þær Auður Elva Jónsdóttir, fjármála- og rekstrarstjóri Alþingis og Sigurlaug Skaftadóttir McClure vaktstjóri tóku einnig á móti okkur og þær láta heldur betur til sín taka þetta þríeyki, Auður Elva er að taka þátt í dagskrá FKA í Danmörku í þessum mánuði og Ragna á ferðinni sem stjórnarkona Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC).“
Deildir eru sjálfstæðar einingar innan FKA sem skipa eigin stjórn og halda árlega aðalfundi. Hugmyndin er að allar konur finni eitthvað við sitt hæfi og þá sérsniðið að þeirra þörfu. Deildirnar eru Atvinnurekendadeild, LeiðtogaAuður og FKA Framtíð.
Stjórnarkonur deilda Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, heimsóttu Alþingi í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin fyrst kvenna á þing í landskjörskosningum af sérstökum kvennalista. Ragna Árnadóttir, sem gegnir stöðu skrifstofustjóra Alþingis fyrst kvenna, tók á móti þeim.
„Megin markmiðið með heimsókninni var að efla tengslin hjá stjórnum félagsins svo við séum enn peppaðri fyrir starfsárinu en svo er það þannig að Ragna Árnadóttir er mikil fyrirmynd og líka félagskona FKA og því frábært að fá að verja tíma með henni innan vallar,“ segir Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA.
Ragna Árnadóttir er fyrrum aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og dómsmálaráðherra er fyrst kvenna með lyklavöldin sem skrifstofustjóri Alþingis.
„Þær Auður Elva Jónsdóttir, fjármála- og rekstrarstjóri Alþingis og Sigurlaug Skaftadóttir McClure vaktstjóri tóku einnig á móti okkur og þær láta heldur betur til sín taka þetta þríeyki, Auður Elva er að taka þátt í dagskrá FKA í Danmörku í þessum mánuði og Ragna á ferðinni sem stjórnarkona Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC).“
Deildir eru sjálfstæðar einingar innan FKA sem skipa eigin stjórn og halda árlega aðalfundi. Hugmyndin er að allar konur finni eitthvað við sitt hæfi og þá sérsniðið að þeirra þörfu. Deildirnar eru Atvinnurekendadeild, LeiðtogaAuður og FKA Framtíð.