Þann 17. desember sl. héldu KLAK – Icelandic Startups sérstakan viðburð tileinkaðan Gullegginu, stærstu frumkvöðlakeppni landsins. Viðburðurinn var tvíþættur og endurspeglaði sögu keppninnar sem nær aftur til ársins 2008.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nýr verðlaunagripur, sem Héðinn hf., bakhjarl keppninnar, útbjó úr myndmerki Gulleggsins, var einnig formlega kynntur og afhentur öllum þeim fyrirtækjum sem hafa unnið keppnina síðustu 17 ár og eru enn starfandi.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Einnig voru veitt sérstök heiðursviðurkenning, en markmið hennar er að undirstrika að frumkvöðlastarf snýst ekki einungis um að sigra keppni heldur einnig að leggja grunn að framtíðarverkefnum og sigrast á áskorunum.

Anna Margrét Guðjónsdóttir, Jóhanna Soffía Sigurðardóttir, Hrönn Greips og Dröfn Guðmundsdóttir.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Það var fyrirtækið Taktikal sem hlaut heiðursviðurkenningu að þessu sinni, og tók Valur Þór Gunnarsson, annar stofnandi Taktikal, við verðlaununum fyrir hönd félagsins.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Þetta byrjaði allt á saklausum kynningarviðburði Gulleggsins eins og þessum. Við fengum hvatninguna sem þurfti til þess að skrá okkur og svo réttu leiðsögnina í gegnum keppnina til þess að vera núna kominn á þennan stað sem við erum á í dag með stóra fjárfesta og þúsundir viðskiptavina víða um heiminn,“ sagði Valur Þór.

Tristan Gribbin og Daníel Freyr Hjartarson.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Vinningshafar Gulleggsins undanfarin ár:

2008 Videntifier

2009 Controlant

2011 Róró

2016 Pay analytics

2017 Atmonia

2018 Flow

2019 Dufl

2020 Heima

2022 Tvík

2023 Better sex

2024 Sea Growth