Húsfyllir var á viðburði Yealink á skrifstofu OK í vikunni þar sem farið var yfir nýjungar í fjarfundalausnum.

Á viðburðinum var sagt frá því að sérfræðingar OK í hljóð- og myndlausnum hafa hlotið vottanir fyrir nýja Pro-Audio-hljóðlausn frá Yealink.

Í tilkynningu segir að þessi vörulína hafi yfir að ráða nýja tegund af hljóðnemum, hátalara og hljóðstýringu. Hljóðstýringin er með gervigreind sem greinir hljóðvist í rýminu og stillir búnaðinn til að auka hljóðgæði.

Þá var sagt frá gervigreindarmyndavélinni Yealink MTower, sem er viðbót við hefðbundna fjarfundi. Myndavélin tryggir að gestur á netinu upplifi sig ávallt sem hluti af fundinum því myndinni er alltaf beint að þeim sem talar hverju sinni.

Myndavélin, sem er staðsett á fundaborði, býr yfir 360° snúningi, hljóðrakningu og er samþættanleg við Teams og Zoom-fundi. MTower fangar hvert horn og tryggir sýnileika í öllu fundarýminu og býr yfir snjallramma og bregst einnig við hreyfingum fundargesta.