Bleikur snýr aftur

Ljósbleikur er einn af litum ársins 2025. Á tískupöllunum hefur þessi litur sést hjá stórum merkjum eins og Valentino, sem kynnti ljósbleika kjóla úr glansandi satíni, Chanel lagði áherslu á rykfrakka í ljósbleikum tónum og hjá Prada sást liturinn í yfirhöfnum með hreinum línum og nútímalegu yfirbragði. Ljósbleikur hefur líka náð fótfestu í fylgihlutum; Gucci sýndi ljósbleikar handtöskur og skó, og fínleg hálsmen voru frá Bulgari. Þessi litur hentar jafnt hversdagslegum flíkum og klæðnaði fyrir fínni tilefni. Para má ljósbleikan við náttúru- lega tóna eins og hvítan, gráan eða brúnt til að skapa jafnvægi.

Alaia

Klossar

Klossar eru komnir aftur í tísku árið 2025 og áhersla er lögð á sterk og áberandi form. Þessi klassíska skóhönnun, oft úr viði og leðri, var áberandi á tískupöllum hjá hönnuðum eins og Chloé, Prada og Miu Miu. Klossarnir hafa nú verið þróaðir með nútímalegum áherslum, þar sem þykkir sólar og háir hælar gera þá bæði stílhreina og áberandi. Þeir eru einstaklega fjölhæfir og henta jafnt hversdagsfatnaði eins og gallabuxum og prjónapeysum, sem og formlegri klæðnaði á borð við kjóla eða pils. Klossar sameina klassískan hönnunar- stíl og nútímalegan þokka á einstakan hátt.

Ulla Johnson

Perlur og mismunandi málmar í fylgihlutum

Fylgihlutir með perlum og mismunandi málmum eru áberandi árið 2025 og endurspegla lúxus og klassíska fegurð. Dior kynnti stórar perlur í eyrnalokkum og hálsmenum sem gefa einföldum klæðnaði glæsileika. Gucci blandaði saman gullhúðuðum og skínandi málmum í fylgihlutum sem skapa jafnvægi milli klassískrar hönnunar og nútímalegs útlits. Hjá Tiffany & Co. voru perlur áberandi í fínlegum armböndum og hálsmenum, með áherslu á smáatriði og fágað yfirbragð. Perlur og mismunandi málmar henta jafnt í hversdags- legar sem og fínni samsetningar og sýna fram á tímalausan stíl með nútímalegu ívafi.

Christian Dior

Óvenjuleg form og snið

Óvenjuleg form og snið eru meðal helstu strauma ársins 2025 og bjóða upp á nýja vídd í fatnaði. Alexander McQueen lagði áherslu á ósamhverfa kjóla á meðan Rick Owens kynnti samfestinga úr óvenjulegum sniðum sem leggja áherslu

á skúlptúrkennda lögun. Issey Miyake nýtti sér tæknina til þess að búa til form sem voru bæði listræn og not- endavæn. Þetta trend er skemmtileg leið til að tjá persónulegan stíl, þar sem óvenjuleg snið draga fram einstaka eiginleika hverrar flíkur.

Rick Owens

Yfirstærðir

Yfirstærðir eru í forgrunni árið 2025, þar sem áhersla er lögð á þægindi og dramatískt útlit. Balenciaga setti tóninn með stórum yfirhöfnum, víðum buxum og jökkum sem skapa áberandi stíl. The Row sýndi lausar skyrtur úr mjúkum efnum og yfirhafnir með hreinum línum sem leggjast fallega utan á líkamann. Hjá Maison Margiela var unnið með marglaga flíkur í yfirstærð, með áherslu á óhefðbundin snið. Yfirstærðir veita rými til að blanda saman ólíkum stílum, þar sem lausar flíkur í samsetningu við þrönga fylgihluti, eins og belti eða háælaða skó, skapa jafnvægi. Þetta trend hentar vel á Íslandi, þar sem hlýjar og víðar flíkur eru praktískar í íslenskri veðráttu.

Balenciaga

Umhverfisvæn efni

Sjálfbærni er í fyrirrúmi árið 2025, þar sem tískuiðnaðurinn leggur áherslu á að draga úr skaðlegum umhverfisáhrifum. Stella McCartney hefur verið í fararbroddi með notkun veganleðurs og lífrænnar bómullar í sínum flíkum, sem sameina stíl og siðferði. Marine Serre hefur sérhæft sig í að endurvinna efni eins og gömul sængurver og gardínur og umbreyta þeim í flíkur sem bera sterkan persónulegan stíl. Gabriela Hearst notar hamp og hör í sinni hönnun og hefur náð að gera kolefnishlutlausa framleiðslu að sínu sérkenni.

Sportlegur fatnaður

Sportlegur stíll var áberandi á tískupöllum fyrir vor og sumar 2025, þar sem hönnuðir lögðu áherslu á samspil þæginda og stíls. Tory Burch sýndi flíkur úr tæknilegum efnum með hreinum línum sem undir- strika nútímalegan einfaldleika. Miu Miu blandaði saman sportlegum þáttum og kvenlegri hönnun, með stuttum pilsum og íþróttatoppum sem skapaði ferskan og skemmtilegan stíl. Tod’s lagði áherslu á sportlegar yfirhafnir og jakka sem voru bæði hagnýtar og glæsilegar. Bottega Veneta tók sportfatnað í nýja átt með nútímalegum blæ, þar sem tæknileg efni og nýstárleg snið voru í forgrunni. Þetta trend sýnir hvernig sportfatnaður hefur þróast frá ræktartísku yfir í daglegan klæðnað, þar sem þægindi og virkni eru í lykilhlutverki án þess að fórna stíl.

Miu Miu

Köflótt

Köflótt mun verða eitt af mest áberandi mynstrunum árið 2025, með skírskotun í tíunda áratuginn og grunge-stíl þess tíma. Burberry hefur verið í fararbroddi með klassísk köflótt jakkaföt og yfirhafnir sem henta bæði formlegum og óformlegum tilefnum. Saint Laurent sýndi köflótt mynstur á stuttum pilsum og blússum sem bjóða upp á rokkaðan blæ, á meðan Vivienne Westwood lagði áherslu á afslappaðra útlit með köflóttum kjólum úr endurunnu efni.

Christian Dior

Rómantískur stíll

Rómantískur stíll heldur áfram að njóta vinsælda árið 2025 og leggur áherslu á léttar, flæðandi flíkur með fínlegum smáatriðum. Erdem hefur skapað draumkenndar línur með blúndum og rykking- um sem draga fram kvenlegan glæsileika. Giambattista Valli lagði áherslu á ljósbleika tóna í sinni hönnun, með kjólum sem blanda saman rómantískri klassík og einfaldleika nútímans. Zimmermann bætti við blómamynstrum og óvenjulegum sniðum í blússum og pilsum sem bjóða upp á fjölbreyttar útfærslur fyrir bæði formleg og óformleg tilefni.